Back to All Events

Vinnustofa í samningatækni fyrir frumkvöðla: Grunnur & þjálfun


Hvernig nærðu sem bestum árangri í samningaviðræðum?

Staður: Nánar auglýst síðar
Tími: 23. okt kl. 14-19 og 24. okt kl. 13-18.
Verð: 39.500 kr.

Þessi vinnustofa er sérhönnuð fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Farið verður yfir grunnhugtök í samningatækni og hvernig undirbúa skal viðræður. Þátttakendur munu greina sinn samningastíl og læra um kynjamun í samningaviðræðum. Farið verður í hegðun við samningaborðið og hvernig lesa megi í líkamstjáningu viðsemjanda. Þá verða gefin góð ráð varðandi það hvernig megi tækla erfiða samningamenn. Vinnustofan verður að hluta til í formi fyrirlestra en áhersla verður lögð á að vinna raunhæf verkefni og að æfa samningatæknina.

Verkefnin hafa verið sérhönnuð með frumkvöðla og sprotafyrirtæki í huga og verður meðal annars farið í samninga um kaup, sölu, kjör og skilmála auk samningaviðræðna við samstarfsaðila og fjárfesta.

Þátttakendur fá viðurkenningarskjöl að vinnustofunni lokinni sem þeir geta nýtt til að fá styrk frá stéttarfélagi sínu (í samræmi við reglur hvers stéttarfélags).

Leiðbeinandi er Aldís Guðný Sigurðardóttir en hún býr yfir áralangri reynslu sem samningakona, þjálfari og kennari í samningatækni. Aldís stundar nú doktorsnám í viðskiptafræði þar sem hún rannsakar hegðun samningamanna í B2B samningaviðræðum og hvaða hegðun leiðir til betri útkomu. Þá hefur hún rannsakað mun á samningastíl kynjanna í launaviðræðum. Aldís hefur kennt samningatækni og tengd fög við fjölda háskóla víðs vegar um Evrópu, m.a. á Íslandi, í Póllandi, Austurríki og Hollandi. Hún hefur auk þess leitt viðræður í kjarasamningaviðræðum og bæði þjálfað heimsmeistara og verið dómari í alþjóðlegu samningatæknikeppninni TNC.

Hér eru nokkur góð ráð sem Aldís hefur tekið saman sem nýtast í samningaviðræðum.

Vinnustofan er samstarfsverkefni thorunnjons.com og ZOPA ehf.

SKRÁNING

Nafn *
Nafn